„Samkeppnisbrot íslenskra skipafélaga er alvarlegur glæpur gegn íslenskum neytendum. Glæpurinn er ekki huglægur. Hann snýst um lífskjör. Það er von mín og ósk að þær stofnanir sem fjalla um áfrýjun úrskurðar Samkeppniseftirlits hafi hugrekki og manndóm til að meta varnarræður vitfirringa þegar í réttarsal kemur. Hagsmunir sem eru undir í þessu máli eru lífskjör á Íslandi. Þau eru æðri hagsmunum íslenskra iðjuhölda,“ segir meðal annars í fínni grein sem Vilhjalmur Bjarnason skrifaði í Moggann í dag.