- Advertisement -

Alvarlegt brot á kosningalögum

Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, er meðal þeirra sem hafa tjáð sog um Borgarnesmálið. Katrín skrifaði í gær:

„Sturlun dagsins náði hápunkti þegar formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi viðurkenndi að hafa brortið lög með því að innsigla ekki kjörseðla. Nei, hann sér ekki ástæðu til að fylgja mjög skýru ákvæði laga um innsigli því hann, krakkar mínir, notar venjulegan lás.

Hann sem sagt læsir herberginu sem seðlarnir eru í, það er hans leið. Þegar hann er spurður hvers vegna hann brjóti lögin ber hann, löglærður maðurinn, fyrir sig „hefð“. Hversu íslenskt?“

Áfram skrifar  Katrín:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Borgarnes:

„Yfirmaður kjörstjórnar þar segir að við endurtalninguna gætu orðið hreyfingar á jöfnunarsætum flokka.“

„Getum við aðeins rætt það hverjir aðrir en hann höfðu lykil að þessu blessaða herbergi? Eða hvað það eru margir í Borgarnesi sem kunna að pikka upp lása?

Getum við svo líka rætt það að þessi maður hafi lýst því yfir fyrirfram þegar HANN EINN (!) tók ákvörðun um þessa endurtalningu að það væru líkur á því að hún myndi leiða til breytinga. Orðrétt sagði í frétt Vísis um málið: „Yfirmaður kjörstjórnar þar segir að við endurtalninguna gætu orðið hreyfingar á jöfnunarsætum flokka.“

Þetta hefur nota bene verið sama fréttin og Píratar lásu og fengu þannig upplýsingar um einvalds-endurtalninguna án þess að þeir hefðu fengið að senda umboðsmann til að vera viðstaddur eins og lög gera ráð fyrir.

Ekki bara voru tölur rangar í kjördæminu heldur fjölgaði atkvæðum um tvö í þessari seinni talningu! Án alls hroka spyr ég: hversu flókið verkefni er það að telja?“

Ég ætla bara að koma hér út úr skápnum og segja að þessi framganga sviptir mig raunverulega trausti á niðurstöðum þessara kosninga. Hvað vitum við hvort það séu sambærilegar „hefðir“ annars staðar á landinu?

Eftir að hafa spjallað simleiðis við Jón Þór Ólafsson fyrrverandi þingmann, sem hefur mikinn áhuga á kosningaeftirliti og raunverulega sinnir því eftir bestu getu komst að því að þetta er ekki eina dæmið um að lög um kosningar til Alþingis hafi verið brotin í þessum kosningum. Bæði í Reykjavík og Kópavogi voru innsigli rofin á utankjörfundaatkvæðum mörgum dögum fyrir kjörfund og þau geymd í einhverjum herbergjum. Innsigli á þeim herbergjum voru rofin áður en eftirlitsmaður kom aftur í hús. Kannski finnst sumum svona fúsk léttvægt, því almennir borgarar eru almennt heiðarlegir og allir svo næs á því á Íslandi. Slík afstaða er í senn heimskuleg og hættuleg.

Hæstiréttur:

Þar voru mörg smá tæknileg atriði lögð saman og það þótti Hæstarétti nóg til að ógilda kosningarnar í heild sinni.

Munið þegar Hæstiréttur ógilti kosningar til Stjórnlagaþings, að þá lék enginn grunur um að röng niðurstaða hefði fengist í kosningunum. Þar voru mörg smá tæknileg atriði lögð saman og það þótti Hæstarétti nóg til að ógilda kosningarnar í heild sinni, þrátt fyrir að hvert og eitt þeirra hefði ekki nægt til ógildingar. Ekki er ég að segja að sú niðurstaða hafi verið góð, en hún er þó fordæmi hlýtur að verða að skoða alvarlega í því samhengi sem hér er til umræðu. Eða hvað?

Að lokum verð ég að viðurkenna að ég er ennþá að reyna að skilja af hverju fólk hefur tekið seinni talningu þessa undarlega yfirkjörstjóra gilda en ekki fyrri talninguna, sem var þó að minnsta kosti með atkvæðum sem komu beint upp úr kassanum? Getur einn maður bara vaðið af stað í trássi við lög, fengið þannig nýjar tölur og meira að segja ný atkvæði upp úr kassanum sem hann geymdi eftirlitslaus og óinnsigluð í einhverju herbergi yfir nótt? Er það í alvöru þannig sem lýðræðið rúllar á Íslandi?

Nú ætti að mínu mati að endurtelja alls staðar á landinu. Lýsa seinni talningu ógilda í norðvestur, eða kjósa þar upp á nýtt. Jafnvel endurtaka kosningarnar í heild sinni.

Auk þess þarf tafarlaust að fara fram ítarleg skoðun á því hvort lögum um kosningar sé fylgt um allt land, og ef svo er ekki hvort ágallarnir séu nægilega alvarlegir til að hægt sé að efast um réttmæti úrslita.

Þetta er mjög, mjög mikilvægt grundvallarmál í lýðræðisríki.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: