- Advertisement -

Alvarlegir meinbugir við alþingiskosningarnar / verður kosið á ný?

Við alþingiskosningarnar 2021 reyndist meðferð kjörgagna í Borgarnesi verra með hreinum ólíkindum. Aldrei var tekið á því máli af alvöru. Heldur ályktað hver niðurstaðan hafi verið. Hrein út sagt alveg galin ákvörðun.

Nú er Kópavogur í svipuðum sporum og Borgarnes var áður. Einhverra hluta vegna voru utankjörfundaratkvæði send á bæjarskrifstofuna í Kópavogi. Þar lágu þau ótalin í nokkra daga. Voru því ekki talin með við talninguna.

Framsóknarmenn í Suðurvesturkjördæmi vilja að talið verði aftur. Svo mjótt var á mununum.

Píratar hafa einnig sent inn kæru. Þeir vilja að kosn­ing­arn­ar í kjör­dæm­inu verði ógilt­ar og kosið aftur. Þá er spurningin sú hvort ekki verði að kjósa aftur í öllum kjördæmum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Spurning um Sigurð Inga eða Willum Þór.

Hafi Framósknarfólk í SV-kjördæmi rétt fyrir sér getur annað af tvennu gerst. Að Willum komi inn sem uppbótarþingmaður og þá á kostnað formannsins, Sigurðar Inga.

Í kær­unni er einnig kvartað und­an málsmeðferð yfir­kjör­stjórn­ar Suðvest­ur­kjör­dæm­is sem hafnaði öll­um at­huga­semd­um og beiðnum kær­anda. Fram kem­ur að beiðni um end­urtaln­ingu hafi verið hafnað á þeim grund­velli að hún væri ekki heim­il að lög­um. Þá hafi ósk umboðsmanns fram­boðslist­ans ekki verið svarað, um upp­lýs­ing­ar um fjölda og skipt­ingu utan­kjör­fund­ar­at­kvæða.

Það er að lokum Alþing­i sem tekur endanlega ákvörðun í málinu. Rétt eins og í Borgarnesi 2021.  


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: