Við alþingiskosningarnar 2021 reyndist meðferð kjörgagna í Borgarnesi verra með hreinum ólíkindum. Aldrei var tekið á því máli af alvöru. Heldur ályktað hver niðurstaðan hafi verið. Hrein út sagt alveg galin ákvörðun.
Nú er Kópavogur í svipuðum sporum og Borgarnes var áður. Einhverra hluta vegna voru utankjörfundaratkvæði send á bæjarskrifstofuna í Kópavogi. Þar lágu þau ótalin í nokkra daga. Voru því ekki talin með við talninguna.
Framsóknarmenn í Suðurvesturkjördæmi vilja að talið verði aftur. Svo mjótt var á mununum.
Píratar hafa einnig sent inn kæru. Þeir vilja að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Þá er spurningin sú hvort ekki verði að kjósa aftur í öllum kjördæmum.
Spurning um Sigurð Inga eða Willum Þór.
Hafi Framósknarfólk í SV-kjördæmi rétt fyrir sér getur annað af tvennu gerst. Að Willum komi inn sem uppbótarþingmaður og þá á kostnað formannsins, Sigurðar Inga.
Í kærunni er einnig kvartað undan málsmeðferð yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis sem hafnaði öllum athugasemdum og beiðnum kæranda. Fram kemur að beiðni um endurtalningu hafi verið hafnað á þeim grundvelli að hún væri ekki heimil að lögum. Þá hafi ósk umboðsmanns framboðslistans ekki verið svarað, um upplýsingar um fjölda og skiptingu utankjörfundaratkvæða.
Það er að lokum Alþingi sem tekur endanlega ákvörðun í málinu. Rétt eins og í Borgarnesi 2021.