Alþýðusambandið á rangri leið
Sambandið ætti að læra af þessu, nota eigin samþykktir um stefnu úr úr kreppunni til að gagnrýna aðgerðir vanhæfar ríkisstjórnar.
Gunnar Smári skrifar:
Þótt Alþýðusambandinu hafi tekist að brjóta eitt horn af skrímslinu er nóg eftir. Hvernig gefur verkalýðshreyfingin stutt lög þar sem ríkið borgar laun fyrir fyrirtækjaeigendur án þess að fyrirtækin fari í nauðasamninga eða skiptameðferð? Hvers vegna á að nota almannasjóði til að verja hlutafé eigenda fyrirtækja? 27 milljarðar króna til að verja hlutafé fáeinna á meðan ríkisstjórnin þykist ekki finna fé til að hækka lífshættulega lágar atvinnuleysisbætur … mér finnst að verkalýðshreyfingin eigi ekki að koma nálægt þessu, allra síst að blessa verknaðinn með svona yfirlýsingum; um að búið sé að eyða ókostunum í frumvarpinu.
Alþýðusambandið blessaði með sama hætti hlutabótaleiðina fyrir tveimur mánuðum, sem síðar kom í ljós að var í raun ókeypis peningar fyrir óprúttna businessmenn. Sambandið ætti að læra af þessu, nota eigin samþykktir um stefnu úr úr kreppunni til að gagnrýna aðgerðir vanhæfar ríkisstjórnar, sem kynnt hefur mýgrút aðgerða sem ýmist virka bara alls ekki eða gera í öðrum tilfellum illt verra, en ætíð eru miðaðar að því að verja hagsmuni fyrirtækja- og fjármagnseigenda.