Í dag er alþjóðlegur dagur frumkvöðlakvenna og er viðburður í Hannesarholti kl 16-18 af því tilefni. Female teymið á Íslandi stendur fyrir viðburðinumog verður Evrópuverkefnið Female kynnt.
Vinnumálastofnun stýrir Evrópuverkefninu Female, sem snýst um að efla hæfni og færni frumkvöðlakvennasem nýlega hafa stofnað fyrirtæki. Samstarfsaðilar eru 6 talsins, og koma frá Bretlandi, Spáni, Litháen og Ítalíu, en auk Vinnumálastofnunar á Íslandi er Háskólinn á Bifröst samstarfsaðili.
Verkefnið er í nokkrum þáttum, fyrst má nefna GO4IT vinnustofuna, sem haldin verður á Íslandi, Spáni, Litháen og í Bretlandi, en þar fá konur fræðslu í markaðssetningu, vöruþróun, fjármálum, útflutningi og samfélagsmiðlum. Einnig verður hugað að markmiðasetningu og sjálfseflingu, og verða þátttakendur í samskiptum í gegnum þjálfunarhringi, bæði hérlendi og erlendis. Sækja þarf sérstaklega um þátttöku í vinnustofunni á heimasíðunni, en forsenda þátttöku er að viðkomandi hafi stofnað fyrir tæki á síðustu 1-3 árum.
Á viðburðinum í dag mun frumkvöðulinn Fida Abu Libdeh að auki kynna fyrirtækið sitt, Geosilica og deilir reynslu sinni af því að fá hugmynd og koma henni í framkvæmd. Fjölmiðlakonan Sirrý verður með fyrirlestur um tengslanet og samskiptafærni og konur ræða saman um málefni sem á þeim brenna. Boðið verður upp á léttar veitingar og nokkrar tónlistarkonur munu koma í heimsókn og skemmta.
Heimasíða verkefnisins er www.femaleproject.eu.
http://www.atvinnumalkvenna.is/frettir/nr/3920/althjodlegur-dagur-frumkvodlakvenna-/