- Advertisement -

Alþingi: Við stöndum öll í sama pollinum

Ég er sannfærður um að hingað mun leita fólk sem er að forðast veiruna.

„Auðvitað stöndum við öll í sama pollinum núna og vonum að ekki fari vatn upp fyrir stígvélin, en akkúrat núna eigum við að hugsa um það hvað við ætlum að gera næst og þarnæst,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki í þingræðu um aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar.

„Ég hef talað um það áður að ég hef saknað þess í tillögum ríkisstjórnarflokkanna, sem á margan hátt hafa verið góðar, að þær eru ekki mjög djarfar margar. Þær eru ekki framsæknar,“ sagði hann.

„Ég er sannfærður um að hingað mun leita fólk sem er að forðast veiruna. Það vill þannig til að í heimspressunni undanfarið hefur Ísland verið sett á stall með einhverjum tveim, þrem öðrum þjóðum sem dæmi um hvernig hægt er að vinna bug á þessari veiru á ákveðinn, skilvirkan og skipulagðan hátt á vísindalegum grundvelli. Ég er sannfærður um að úti í heimi er fullt af fólki sem bíður eftir því að komast í umhverfi sem það telur öruggt, og við teljum að okkar umhverfi sé öruggt, með þeim fyrirvara að árið 1918 var það seinni bylgjan sem drap fólk, það var ekki sú fyrri heldur sú seinni og þá fóru 510 íbúar í Reykjavík á þremur til sex vikum, ég man ekki alveg tímabilið. Þá voru íbúar í borginni 45.000 eða þar um bil. Auðvitað þurfum við að fara varlega. En þetta er það sem við þurfum að gera í bráð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: