- Advertisement -

Alþingi tók hag ráðherra fram yfir hag aldraðra og öryrkja

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vildu ekki hækka lífeyri. Og alls ekki afturvirkt.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Í desember 2015 var borin fram tillaga á alþingi um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja 10 mánuði til baka. Nokkru áður höfðu laun ráðherra verið hækkuð afturvirkt 9 mánuði til baka. Það lá því beint við, að lífeyrir aldraðra og öryrkja fengi svipaða afturvirka hækkun og ráðherralaunin.

Það voru viðbótarrök í þessu sambandi, að bæði ráðherralaun og laun eða lífeyrir aldraðra og öryrkja höfðu lækkað á kreppuárunum þegar stjórn Samfylkingar og VG sat við völd. Það var því eðlilegt, að þegar ráðherralaun voru stórhækkuð yrði lífeyrir aldraðra og öryrkja einnig hækkaður um leið og afturvirkt. En þrátt fyrir hækkun ráðherralaunanna afturvirkt felldi Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur að hækka lífeyrinn og að það mundi gilda afturvirkt.

Það var talið mikilvægara að hækka ráðherralaunin en að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja. Alþingi fannst engu skipta í þessu sambandi þó lífeyrir dygði ekki fyrir framfærslukostnaði en ráðherrarnir væru ekki á flæðiskeri staddir!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: