- Advertisement -

Alþingi: „Þetta eru ógeðsleg stjórnvöld“

„Hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 í september að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti“

Inga Sæland.

„Ég segi þetta: Þetta eru ógeðsleg stjórnvöld. Ég fyrirlít þessi stjórnvöld. Þau kunna ekki að skammast sín,“ sagði Inga Sæland á Alþingi í dag.

„Í morgun birti Öryrkjabandalagið kolsvarta skýrslu um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Rúmlega 30% þeirra búa við fátækt, 20% við sárafátækt. 70% geta ekki mætt neinu sem heitir óvænt útgjöld öðruvísi heldur en að stofna sér í skuldir. Yfir 50% búa við versnandi fjárhagsstöðu miðað við árið í fyrra. Um 50% neita sér um allt félagslegt vegna fjárhagsstöðu, geta ekki farið í bíó, geta ekki keypt sér pítsu, þau geta ekki tekið þátt í einu eða neinu. Þau geta ekki keypt eina einustu afmælisgjöf. 40% neita sér um nauðsynlegan klæðnað og næringarríkan mat. Þau geta ekki mætt grunnþörfum barnanna sinna eins og að gefa þeim einhvern kost á tómstundum, gefa þeim jólagjafir.

Einstæðir foreldrar á örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri og örorkustyrk eru á öllum mælikvörðum verst staddi þjóðfélagshópurinn. Tæplega 90% einhleypra mæðra geta ekki mætt neinum aukaútgjöldum án þess að stofna til skulda. 40% þeirra þurfa að leita á náðir hjálparstofnana eftir mataraðstoð. 50% einhleypra foreldra geta ekki veitt börnum sínum nauðsynlegar klæðnað eða næringarríkan mat. Þau geta heldur ekki kostað þátttöku barna sinna í íþróttum eða nokkru öðru. 60% einhleypra foreldra eru að bugast undan húsnæðiskostnaði og standa ekki undir honum. 70% búa við slæma andlega líðan og hlutfallið er þannig að um 80% einhleypra foreldra búa við slæma andlega heilsu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hátt hlutfall þessa fólks hefur nær daglega hugsað um að taka sitt eigið líf, það væri betur komið án þeirra. 60% búa við félagslega einangrun og 40% neita sér um tannlækna- og sálfræðikostnað af því að þau hafa ekki efni á því. En hér höfum við forsætisráðherra sem sagði árið 2017 í september að það að láta fátækt fólk bíða eftir réttlætinu væri það sama og að neita því um réttlæti,“ sagði Inga Sæland.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: