- Advertisement -

Alþingi stöðvar verkfall flugvirkja

Stjórnmál Alþingi kemur saman á morgun og mun samþykkja lög sem banna verkfall flugvirkja. Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði þetta í viðtali við mbl.is:

„Við von­um enn að deil­an leys­ist og samn­ingsaðilar axli þá ábyrgð að klára samn­inga sína á milli.  Að ganga til slíkr­ar laga­setn­ing­ar er, líkt og ég hef áður sagt, al­gjört neyðarú­ræði og aðeins rétt­læt­an­legt þegar í húfi eru mikl­ir al­manna­hags­mun­ir.  Þannig er staðan klár­lega núna, en það breyt­ir engu um það að það er að mínu mati einnig al­gjör­lega óviðun­andi að svona staða sé ít­rekað að koma upp að lög­gjaf­inn þurfi að hafa af­skipti af kjaraviðræðum einn­ar starfstétt­ar við eitt fyr­ir­tæki.  Sú þróun gef­ur klár­lega til­efni til að skoða þessa lagaum­gjörðina sem við búum við og heim­ild­ir rík­is­sátta­semj­ara,“ sagði Hanna Birna í samtali við mbl.is.

Maríus Sigurjónsson, formaður félags flugvirkja var í viðtali við mbl.is, fyrr í dag, áður en samningafundur hófst. Hann var ekki ýkja bjartsýnn og sagði þetta áður en fundur hófst.

„Við mæt­um í dag af virðingu við rík­is­sátta­semj­ara. Hann hef­ur boðað til fund­ar­ins,“ sagði Maríus.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: