- Advertisement -

Alþingi samþykkti brot á mannréttindum og persónuvernd – Píratar iðrast

Guðmundur Ingi Kristinsson:
…sem voru á sínum tíma samþykkt í flýti án nægilegrar athugunar…

„Þetta brýtur, tel ég, mannréttindi og persónuvernd. Þar af leiðandi á þetta bara alls ekki að vera í lögum,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, þegar hann mælti fyrir lagafrumvarpi almannatryggingar.

„Ef við tökum þetta dæmalausa mál þá er mitt álit á því að þarna séu á ferðinni hrein og klár mannréttindabrot. Þarna er verið í lögum að bæta þriðja aðila inn í málefni örorkulífeyrisþega. Það er verið að skylda og setja kvaðir á maka viðkomandi aðilar sem sækir um örorkubætur hjá Tryggingastofnun ríkisins og kvaðirnar eru svo gífurlegar að ef maki fer ekki að öllu því sem þar er fyrir sett er hægt að neita umsókn þess sem sækir um örorkulífeyri, jafnvel svipta hann lífeyri ef hann hefur fengið umsókn samþykkta. Þetta brýtur, tel ég, mannréttindi og persónuvernd. Þar af leiðandi á þetta bara alls ekki að vera í lögum,“ sagði Guðmundur Ingi meðal annars.

„Við vorum komin það langt að hætta að tekjutengja við maka og spyrða maka við örorkulífeyrisþega. En á sínum tíma þegar þessi lög voru sett, þessi ólög eins og ég myndi segja, voru þau samþykkt í flýti. Eftir að lögin voru samþykkt og þau komust í umræðu hérna tóku Píratar sig til og báðust afsökunar á mistökunum í þessum lögum. En það tók enginn annar ábyrgð á því og reyndi að koma þessum lögum frá. Og eins og kemur fram er Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati, meðflutningsmaður þessa frumvarps og samþykkir þar af leiðandi og er með í því núna að breyta þessum lögum sem voru á sínum tíma samþykkt í flýti án nægilegrar athugunar, algjörlega tilgangslaust. Ég vona heitt og innilega að nú verði séð til þess að þetta fari út vegna þess að þetta er ljótur hængur og ljótt að hafa svona hluti í lögum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: