- Advertisement -

Alþingi samþykkir, ráðuneytin svæfa málin

- Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir Alþingi og ráðuneytin. Segir t.d. að þingmenn keppist við að tala í málum sem þeir þekkja þó ekkert til.

Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Alþingi samþykkti málið, ráðuneytið svæfði það.

„Alþingi er óskilvirk stofnun. Því þarf að breyta og því er hægt að breyta ef viljinn er fyrir hendi. Með bættu skipulagi og ásýnd myndi almenningur upplifa meira traust til Alþingis en nú er,“ skrifar Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.

„Eitt atriði sem gæti gert Alþingi skilvirkara er að láta þingmál lifa á milli þinga. Ef nauðsynlegt er að breyta stjórnarskránni til þess, þá skulum við bara breyta henni! Núverandi kerfi er arfavitlaust og eitt af þeim atriðum sem grefur undan trausti til Alþingis.“

Ráðuneytið gerir ekkert
„Ég hef lagt fram nokkur þingmannamál síðan ég tók sæti á Alþingi vorið 2013. Ein þingsályktun hefur verið samþykkt en það er endurskoðun á greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana. Alþingi samþykkti málið haustið 2016 en ekkert hefur gerst í ráðuneytinu. Um land allt bíður fólk í ofvæni eftir að breytingar verði gerðar á greiðsluþátttöku sjúkratrygginga – en ekkert gerist þrátt fyrir samþykkt Alþingis. Maður spyr sig, til hvers í ósköpunum er ég að eyða tíma fjölda fólks og berjast fyrir því að ná málum í gegn um Alþingi ef þau stranda síðan bara í ráðuneytum?“

Þú gætir haft áhuga á þessum
„Ég mælti reyndar fyrir málinu sl. haust en það strandaði í Velferðarnefnd. Hvers vegna? Ein skýring er vegna þess að það er ekki áhugi hjá ríkisstjórninni á málinu…“

Ríkisstjórnin hefur ekki áhuga

„Annað mál sem ég hef barist fyrir frá upphafi er breyting á lögum um líffæragjafir. Það mál hefur fengið mikla umræðu og almennt vill fólk breyta núgildandi lögum, eins og lagt er til í frumvarpinu. Ég kom málinu á dagskrá þingsins. Velferðarnefnd vísaði því til ríkisstjórnar. Heilbrigðisráðherra skipaði mig formann nefndar sem átti að rannsaka málið ítarlega og skila skýrslu. Það sem starfshópurinn skoðaði var hvort lagabreytingin ein og sér myndi skila tilætluðum árangri eða hvort grípa þyrfti til fleiri aðgerða. Við rannsökuðum þær leiðir sem önnur ríki hafa farið og skiluðum skýrslu til ráðherra snemma árs 2016. Síðan þá hefur ekkert gerst. Ég mælti reyndar fyrir málinu sl. haust en það strandaði í Velferðarnefnd. Hvers vegna? Ein skýring er vegna þess að það er ekki áhugi hjá ríkisstjórninni á málinu…“

„Nú eru 63 þingmenn á fullum launum allt árið. Að auki eru um 200 starfsmenn hjá Alþingi. Skjalalesarar, ræðuritarar, lögfræðingar, bókasafnsfræðingar og alls konar fólk sem starfar við að fullgera þingmál. Það kostar peninga. Þegar þingmál fara til nefndar þá eru einnig fjölmargir hagsmunaaðilar sem eyða tíma sínum í að skrifa umsagnir og jafnvel mæta fyrir nefndir til að ræða ákveðin sjónarmið.“

63 þingmenn á fullum launum

„Fleiri mál sem ég hef lagt fram, eins og t.d. breytingar á lögum um fæðingarorlof þegar fólk býr fjarri fæðingarstað. Algerlega lógísk lagabreyting – sanngjörn og tryggir jafnræði. Málið fór til Velferðarnefndar. Allar umsagnir jákvæðar. En ….ekkert gerist. Fer ekki til afgreiðslu hjá Alþingi.
Nú eru 63 þingmenn á fullum launum allt árið. Að auki eru um 200 starfsmenn hjá Alþingi. Skjalalesarar, ræðuritarar, lögfræðingar, bókasafnsfræðingar og alls konar fólk sem starfar við að fullgera þingmál. Það kostar peninga. Þegar þingmál fara til nefndar þá eru einnig fjölmargir hagsmunaaðilar sem eyða tíma sínum í að skrifa umsagnir og jafnvel mæta fyrir nefndir til að ræða ákveðin sjónarmið.“

Ummerki miðaldra karla

„Hvað á það að þýða að leggja fram sömu málin aftur og aftur, eyða tíma fólks og peningum ríkisins, vitandi það að mestar líkur eru á að málin fari aldrei til afgreiðslu hjá Alþingi. Og þau örfáu, sem fá afgreiðslu, eins og t.d. tæknifrjóvgunarmálið, að þau stranda þá bara í ráðuneytinu?

Eru Íslendingar sáttir við þessi vinnubrögð?

Alþingi er gömul stofnun sem heldur stíft í ýmsar hefðir og venjur. Það er gott að halda í góðar venjur en Alþingi ber þess þó merki að þar hafi lengst af nær eingöngu setið miðaldra karlmenn sem ekki tóku virkan þátt í heimilislífi og uppeldi barna sinna. Vinnutíminn er mjög óreglulegur og nánast ómögulegt að samræma fjölskyldulíf og starf. Oft hefjast þingfundir ekki fyrr en kl. 13:30 eða jafnvel kl. 15 á daginn. Fyrripart dags eru nefndarfundir og fundir þingflokka. Mér finndist eðlilegra að láta þingfundi hefjast á morgnana og hafa síðan t.d. 1-2 daga í viku (eftir fjölda þingmála) tileinkaða nefndarfundum.“

„Þar af leiðir að þingmenn fara oft í innbyrðis keppni um hver talar mest hvort sem þeir hafa aflað sér þekkingar á umræðuefninu eða ekki.“

Keppni um hver talar mest

„Nú er þingvikan skipulögð á mánudögum á fundum Forsætisnefndar Alþingis. En það skipulag tekur venjulega talsverðum breytingum þar sem Alþingi hefur ekki viljað takmarka ræðutíma, nema að mjög litlu leyti. Þar af leiðir að þingmenn fara oft í innbyrðis keppni um hver talar mest hvort sem þeir hafa aflað sér þekkingar á umræðuefninu eða ekki. Umræða um mál getur því tekið frá 5 mínútum upp í margar klukkustundir eða jafnvel marga daga. Þetta gerir það auðvitað að verkum að ómögulegt er að skipuleggja vinnu sína.

Ég held að það sé komi tími til að breyta umgjörð Alþingis. Ég tel að með því að skipuleggja ræðutíma, eins og með því að úthluta ákveðnum tíma til þingflokka, þá verði umræðan markvissari og innihaldsríkari. Almenningur myndi án efa upplifa aukið traust til Alþingis.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: