Stjórnmál

Alþingi sagði já, en Bjarni segir nei

By Miðjan

June 30, 2020

„Það var sérstakt að vakna í morgun, örfáum klukkustundum eftir að allir þingmenn höfðu samþykkt frumvarp þess efnis að sálfræðiþjónusta skyldi loksins verða hluti af sjúkratryggingakerfinu okkar og hlusta á fjármálaráðherra segja í viðtali að þessi samþykkt breytti litlu því fjármagn fylgdi ekki,“ skrifaði Helga Vala Helgadóttir rétt í þessu.

„Fjármálaráðherra semur fjárlagafrumvarp og fjármálaáætlun og á orðum hans mátti ráða að hann (einn) ætli sér að ráða því hvort sjúkratryggingar fái nægilegt fjármagn til að gera nú lögbundna samninga við sálfræðinga um þjónustuna. Þetta sýnir fádæma hroka fjármálaráðherra,“ segir í skrifum Helgu Völu.