- Advertisement -

Alþingi ræði ekki mál Guðjóns Skarphéðinssonar

Ég ítreka að það er einlæg ósk og vilji ríkisstjórnarinnar allrar að leysa þetta mál.

„Ég vil líka, herra forseti, óska þess að við förum ekki að ræða svona persónulega harmleiki á þingi sem pólitískt mál,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaðir Framsóknarflokksins, á Alþingi rétt í þessu. Hann var þá að svara fyrirspurn Loga Einarssonar.

Logi vildi fá að vita hvort Sigurður Ingi vissi hver málsvörn ríkislögmanns yrði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar áður en greinargerðin var lögð fram og var efni hennar rætt í ríkisstjórn? „Er ráðherra sáttur við slíka málsvörn eða hyggst hann leggja það til á ríkisstjórnarfundi að leitað verði leiða til að útkljá málið á annan hátt? Eða finnst honum kannski ásættanlegt að þeir sem fara með opinbert vald beiti öllum brögðum til þess að fá sýknu í stað þess að gæta virðingar, mannúðar og sanngirni gagnvart borgurum landsins?“

Sigurður Ingi staðfesti að málið var ekki rætt í ríkisstjórn. „Ég ítreka að það er einlæg ósk og vilji ríkisstjórnarinnar allrar að leysa þetta mál með eins góðu og hægt er þar sem hún hefur lagt í þá vegferð að hafa hér sáttanefnd sem því miður náði ekki tilætluðum árangri.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: