Fréttir

Alþingi: Ráðherrar Framsóknar svara

By Miðjan

May 19, 2015

Alþingi Þrír af ráðherrum Framsóknarflokksins, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Eygló Harðardóttir og Sigrún Magnúsdóttir verða til svara á Alþingi eftir hádegi í dag. Tveir ráðherra flokksins, Sigurður Ingi Jóhannsson og Gunnar Bragi Sveinsson verða fjarverandi. Sama á við um alla ráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Víst er að þingmenn hafa margt til að spyrja ráðherrana þrjá sem verða á þinginu á eftir. Trúlegast er að húsnæðismálin verði á dagskrá og rammaáætlunin.