- Advertisement -

Alþingi: Kvalafullur dauðdagi

Alþingi „Það er víst þriðjudagurinn 12. maí í dag og fróðir menn segja að eftir séu átta reglubundnir þingfundardagar samkvæmt starfsáætlun,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi í gær.

Hann sagði vanda þingsins felast í því „…að landið er verkstjórnarlaust, þ.e. ríkisstjórnin er stjórnlaus. Þar er engin verkstjórn og það birtist meðal annars í því að mál sitja föst hvert á fætur öðru, hvort sem það er fiskur eða húsnæðismál eða samgönguáætlun, sem ekki lítur hér dagsins ljós annað árið í röð, eða þingsályktunartillaga sjávarútvegsráðherra um meðferð veiðiheimilda í hliðarráðstöfunum í kvótakerfinu. Önnur frumvörp ná kannski hingað inn en deyja svo kvalafullum dauðdaga ef ekki í fyrstu umræðu, þá í nefnd, eins og náttúrupassinn og væntanlega núna Bankasýslan. Þetta talar sínu máli um ástandið á stjórnarheimilinu.“

Steingrímur lýsti vandanum meðal annarrs með þessum orðum: „Engu að síður er það svo, hvað þingið varðar, að hér liggur eftir talsverð uppskera af nefndarstarfi vetrarins, sennilega milli 20 og 30 frumvörp og þingmál bíða nú tilbúin til annarrar umræðu eftir umfjöllun í nefnd eða seinni umræðu og mörg hver í alveg ágætri samstöðu, kannski einhverjir fyrirvarar en sameiginleg nefndarálit. Þá ber svo við að sett er á dagskrá umdeildasta sprengiefni vetrarins, handaflstillaga Jóns Gunnarssonar um valdbeitinguna gagnvart rammaáætlun. Eins og við þurfum nú á frekari ófriði að halda, virðulegur forseti.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: