- Advertisement -

Alþingi krefjist upplýsinga

Hversu lengi ætlar Vinnumálastofnun að hanga á upplýsingunum? Og í þágu hverra er það gert?

„Krafa Alþingis á að vera skýlaus og fortakslaus. Ríkið á að hafa frumkvæði að því að birta allar upplýsingar og gera aðgengilegar öllum um þá styrki sem veittir eru. Þannig sköpum við traust og nauðsynlegt aðhald og vitum hverjir fá stuðning og hvers vegna,“ sagði Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn í þingræðu í gærdag þegar hann var að tala um milljarðastyrki til fyrirtækja.

„Ríkisstjórninni er í sjálfu sér ekkert að vanbúnaði að gefa út fyrirmæli þessa efnis til allra þeirra sem ráðstafa opinberum fjármunum til stuðnings fyrirtækjum. Geri hún það ekki þá verðum við á Alþingi að búa svo um hnútana að það verði gert vegna þess að allt uppi á borðum verður að þýða allt uppi á borðum,“ sagði Jón.

Hann nefndi fordæmi um slíkt og sagði þá: „Nýjustu dæmin um þetta eru annars vegar upplýsingar sem landbúnaðarráðuneytið sá sig knúið til að leggja fram um styrki til bænda í svari við fyrirspurn minni á Alþingi. Reyndar hafði þar úrslitaáhrif úrskurður úrskurðarnefndar upplýsingamála. Afleiðingin er sú að í fyrsta sinn hafa allir landsmenn aðgang að sundurliðuðum upplýsingum eftir styrkþegum og tegund styrkja. Hins vegar má nefna nýtt bréf Persónuverndar til Vinnumálastofnunar um birtingu upplýsinga um þau fyrirtæki sem hafa farið svokallaða hlutabótaleið sem segir að persónuverndarlög standi ekki í vegi fyrir slíkri birtingu.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vel á minnst: „Hins vegar má nefna nýtt bréf Persónuverndar til Vinnumálastofnunar um birtingu upplýsinga um þau fyrirtæki sem hafa farið svokallaða hlutabótaleið sem segir að persónuverndarlög standi ekki í vegi fyrir slíkri birtingu.“

Hversu lengi ætlar Vinnumálastofnun að hanga á upplýsingunum? Og í þágu hverra er það gert?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: