- Advertisement -

Alþingi kostar sex milljónir á tímann

„Ég held að það sé bara einhver vitleysa, einhver misskilningur, að þannig þurfi að standa að þingstörfum.“

jakob Frímann Magnússon.

Alþingi „Gróflega reiknað hef ég giskað á að hver klukkutími hér á Alþingi kosti um 6 millj. kr. þannig að mín tveggja mínútna ræða yrði sirka 200.000 kr. virði,“ sagði Jakob Frímann Magnússon á þingi fyrr í dag.

„En ég ætla að nota þær 27 sekúndur sem ég á eftir til að hvetja okkur til þess að fara varlega í því að fórna fegurðinni, sem við erum að njóta og selja inn á, fyrir vindmyllugarða um allt land. Veljum af kostgæfni fjóra staði, einn í hverjum fjórðungi. Látum sveitarfélögin og fólkið í landinu njóta þess ábata sem af verður. Hröpum ekki að vindmylluvæðingu með svipuðum hætti og Skotar hafa gert og eyðilagt sitt fagra land.“

Fyrr í ræðunni sagði Jakob Frímann:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í dag vitum við ekki alveg hvaða mál á að keyra í gegn á síðustu dögum yfirstandandi þings. Eitt af þeim málum gæti verið mál er varðar vindmylluvæðingu Íslands. Ég hef átt samtöl við ýmsa góða og reynda þingmenn um þau mál og við gætum kannski fært þetta til betri vegar í störfunum, en við erum að ræða störf þingsins. Í mínum huga er það algerlega fráleitt að mál sem hefur hlotið mikla umfjöllun, margar heimsóknir góðra gesta og mikla upplýsingaöflun — að það þurfi að byrja á því upp á nýtt þó að örlítið hlé verði á þingstörfum. Ég held að það sé bara einhver vitleysa, einhver misskilningur, að þannig þurfi að standa að þingstörfum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: