- Advertisement -

Alþingi er komið út af sporinu – þetta er algert rugl

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.

„Ég vil ekki gera lítið úr því að það skipti máli að við fylgjum settum reglum í þinginu um það ferli sem sett er af stað með skýrslubeiðni. En ég get ekki setið hjá í þessari umræðu þegar talið berst að þörfinni fyrir hlutlausan þriðja aðila sem ráðherra eigi að fela alla vinnuna. Hérna tel ég að þingið sé komið algerlega út af sporinu,“ sagði Bjarni Benediktsson, þegar þingmenn, undir dagskrárliðnum Fundarstjórn forseta óvissuna sem Svandís Svavarsdóttir bjó til með því að flytja skimun fyrir leghálskrabbameini kvenna til Danmerkur.

Innkoma Bjarna var ekki síst til að mótmæla heimild þingmanna til að biðja ráðherra um skýrslur. Yfir til Bjarna:

„Skýrslubeiðni til ráðherra er til að ráðherrann komi til þingsins og geri grein fyrir sinni afstöðu, sinni framkvæmd á lögum, sínu ábyrgðarsviði. En þegar þingið er ítrekað farið að fela ráðherrum að koma með skýrslu og tekur sérstaklega fram að það verði að vera unnið af einhverjum allt öðrum en ráðherranum sjálfum, það megi alls ekki setja sín fingraför á málið, en síðan á ráðherrann að koma til þingsins aftur með skýrsluna og standa ábyrgur fyrir því sem í henni stendur — þetta er algert rugl, virðulegi forseti. Og þingið ætti að sjá sóma sinn í því að biðja sjálft um að skýrsla sé unnin af þriðja aðila. Hvers vegna getur Alþingi ekki sjálft tekið ákvörðun um það hér á nefndasviði að fela einhverjum þriðja óháða aðila að skoða einstök mál og ekki vera að blanda ráðherra í slíkt?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir hór umræðuna: „Þann 2. mars síðastliðinn var samþykkt beiðni mín og 26 þingmanna um að heilbrigðisráðherra yrði falið að vinna skýrslu, úttekt á því hvernig staðið hefur verið að flutningi þess verkefnis sem lýtur að skimunum fyrir leghálskrabbameini kvenna. Í skýrslubeiðninni kemur fram að samráð skuli haft við þingflokka um að finna óháðan aðila til verksins. Samkvæmt þingsköpum ætti þessi skýrsla að verða kynnt okkur í þinginu hér í næstu viku. Það er nokkuð ljóst að svo er ekki,“ sagði hún.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: