Stjórnmál Svandís Svavarsdóttir vill fá að vita ýmislegt um Kínaferð Illuga Gunarssonar menntamálaráðherra og hefur lagt fram sjö spurningar um ferðina. Þær eru þessar:
- Hver hafði frumkvæði að því að ráðherra færi í vinnuferð til Kína 20. mars 2014? 2. Hvert var hlutverk utanríkisráðuneytisins við skipulagningu og framkvæmd ferðarinnar? 3. Hefur ráðherra mennta-, menningar- og vísindamála áður farið sambærilega ferð til Kína eða annarra ríkja? 4. Hvenær var eftirtöldum aðilum boðið að taka þátt í dagskrá ráðherra í ferðinni: rektor Háskóla Íslands, rektor Háskólans á Akureyri, rektor Listaháskóla Íslands, rektor Háskólans í Reykjavík, forstöðumanni Rannís, fulltrúum Marels og fulltrúum Orku Energy, og hvenær lá þátttaka þeirra fyrir? 5. Hvers vegna var heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hluti af dagskrá ráðherra, hver hafði frumkvæði að þeirri heimsókn og hverjir fylgdu honum þangað? 6. Hvert var efni fundar ráðherra með borgarstjóra Peking og hverjir sátu þann fund með ráðherra? 7. Hvenær voru einstakir liðir í dagskrá ráðherra í vinnuferð hans til Kína ákveðnir? Óskað er eftir dagsetningum á óskum um fundi, heimsóknir eða aðra viðburði sem voru á dagskránni og jafnframt dagsetningum á staðfestingum á þátttöku ráðherrans í umræddum viðburðum.
Illugi menntamálaráðherra mun svara skriflega.