- Advertisement -

Alþingi haldið í atvinnubótavinnu

Þetta er auðvitað frábært fyrir framkvæmdarvaldið.

„Hvers konar virðing er borin fyrir tíma þingsins og umsagnaraðila sem þurfa að fjalla um núverandi útgáfu fjármálaáætlunar? Þetta er í alvörunni eins og einhver atvinnubótavinna þar sem við gröfum skurð til þess að moka ofan í hann aftur þegar við fáum loksins að sjá hvaða áhrif kjarasamningar hafa á fjármálaáætlun.“

Það var Björn Leví Gunnarsson sem sagði þetta á þingfundi. Það var á síðasta fundi þingsins fyrir páskafrí, frí sem enn stendur. Þá var verið að ræða aðkomu ríkisins að kjarasamningunum. Áfram var þinginu haldið við fjármálaáætlunina þrátt fyrir að aðgerðirnar hefðu veigamiklar breytingar á hana.

„Þetta er auðvitað frábært fyrir framkvæmdarvaldið. Alþingi er upptekið í að fara yfir úrelta fjármálaáætlun og svo þegar breytingar koma loks þá er enginn tími til að fara yfir þær með gagnrýnu og faglegu hugarfari af því að breytingartillögurnar eru yfirleitt ekki settar fram í neinu samhengi. Afleiðingin verður sú að framkvæmdarvaldið gerir það sem því sýnist og Alþingi staðfestir enn og aftur viðurnefni sitt um að vera stimpilstofnun.

Leiðin út úr þessu er að Alþingi segi stopp, hingað og ekki lengra. Ef ríkisstjórnin vill fá afgreidda fjármálaáætlun eða fjárlög þá verður ríkisstjórnin að uppfylla skilyrði laga um opinber fjármál. Þingið verður að fá greinargott yfirlit um þau áhrif sem kjarasamningar hafa á fjármálaáætlun, á stefnu, forgangsröðun, aðgerðir, markmið og mælikvarða, tekjur og gjöld, afkomu og málefnasvið. Allt annað, þangað til þingið fær það yfirlit, er tímaeyðsla, sóun og lítilsvirðing gagnvart mikilvægi Alþingis í stjórnskipun landsins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: