Greinar

Alþingi hækkaði lánin mín

By Miðjan

December 24, 2016

Þingmenn, bæði nýir og notaðir, eiga vart orð yfir eigin frammistöðu. Öll, sem heyrst hefur til, segja það sama. Alþingi Íslendinga vann afrek þá fáu daga sem það kom saman í desember. Ekki skal gert lítið úr afrekum þingsins.

Eitt af því sem þingið afrekaði var að hækka lánin mín, sem og allra annarra Íslendinga sem eru með verðtryggð lán. Ég hvorki reyki né drekk, en þingmenn vilja að tóbak og áfengi hækki í verði, sem þá verður til þess að skuld mína við Landsbankann breytist, bankinn fær meiri peninga frá mer, en annars hefði verið.

Bankinn græðir, ég tapa, rétt einsog flestir Íslendingar. Fussusvei. Nýtt þing, en ekkert breytist.