- Advertisement -

Alþingi: Fólk  ætlast til of mikils

Fólk vill hafa of mikið frá skólum og hjúkrunarheimilum. „Hvað við getum gert sjálf?“

Ásmundur Friðriksson:
. Mér finnst orðið endalausar kröfur á það að ríki og sveitarfélög.

„Það er auðvitað mjög mikilvægt fyrir okkur að velta því fyrir okkur hvernig við getum á hverjum degi búið til samfélag sem er fallegra og betra fyrir okkur öll. Það samfélag byggir líka svolítið á okkar eigin framlagi, að við séum ekki alltaf að benda á aðra, alltaf að spyrja hvað aðrir geti gert fyrir okkur,“ sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í gær.

„Við þurfum líka að velta því fyrir okkur hvert okkar framlag er til samfélagsins. Mér finnst orðið endalausar kröfur á það að ríki og sveitarfélög hafi hér opna skóla allan sólarhringinn svo börnin geti verið þar sem mest að heiman. Þurfum við ekki aðeins að breyta því líka? Þurfum við ekki að skoða það, horfa í eigin barm hvað við getum gert fyrir foreldra okkar sem eru komin á dvalarheimilin, ekki bara alltaf benda á dvalarheimilin og starfsfólkið þar heldur hvað við getum gert sjálf,“ spurði þingmaðurinn.

Síðan fór Ásmundur í stutta söguskoðun. „Það er alltaf verkefni okkar að reyna að minnka byrðarnar á göngunni. Það er ekki að byrja núna. Það gerðu hirðingjar og pílagrímar á öldum áður. Þeir undirbjuggu lífið með því að minnka byrðarnar sem við bærum gegnum lífið. Það er auðvitað verkefni okkar hér að auka velferð, gera atvinnulífinu kleift að borga þannig laun að bætur eigi að verða nánast óþarfar. Það væri auðvitað í hinum fullkomna heimi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: