- Advertisement -

Alþingi er vinnustaður þar sem fólk þarf ekki að mæta til vinnu frekar en það vill

Fyr­ir kjós­end­ur er þetta eig­in­lega nær óend­an­leg þvæla þar sem eng­in leið er að kjósa þannig til Alþing­is með nú­ver­andi full­trúa­lýðræði að tryggt sé að ein­hverj­um hjart­ans mál­um þjóðar­inn­ar sé tryggður fram­gang­ur þótt meiri­hluti sé fyr­ir því í sam­fé­lag­inu.

„Í út­tekt sem var gerð á starfs­hátt­um Alþing­is að frum­kvæði þings­ins til að þingið gæti lært og sett stefnu­mörk­un sam­kvæmt rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is kom fram að eng­in fund­ar­sköp eða neinn stjórn­un­arstaðall er til fyr­ir þingið. Þing­störf­in velta áfram af ein­hvers kon­ar óskipu­lögðum hefðum sem for­seti Alþing­is set­ur fram í sam­ráði við stjórn­mála­flokk­ana. Þetta er al­vörusuðupott­ur þar sem fólk þarf ekk­ert að mæta frek­ar en það vill og get­ur bara hangið á nær­liggj­andi bör­um eða verið í út­lönd­um á kostnað rík­is­ins. Mála­flokk­arn­ir eru löngu fokn­ir út í veður og vind sam­an­ber síðustu daga alþing­is núna um dag­inn,“ segir meðal annars í fínni grein sem Sigurður Sigurðsson byggingaverkfræðingur skrifar og Mogginn birti.

Öll grein Sigurðar fer hér á eftir:

Í út­varpsþætti í síðustu viku svaraði viðmæl­andi að kjós­end­ur myndu helst hlusta eft­ir því hjá stjórn­mála­mönn­um á næst­unni hvað þeir ætluðu að gera næstu fjög­ur árin. Það sem þeir hefðu gert síðustu fjög­ur ár hefði lítið eða ekk­ert að segja um hvað fólk myndi kjósa. Umræðan var meðal ann­ars um að úr­slit næstu kosn­inga myndu mögu­lega ráðast að hluta til af því hvernig nú­ver­andi vald­höf­um hefði tek­ist að glíma við Covid-19.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En þegar þar að kem­ur þá er allt gleymt sem var tek­ist á um fjór­um árum áður og allt þaggað í hel.

Það var áhuga­vert svar þar sem all­ar kann­an­ir fjöl­miðla um úr­slit næstu kosn­inga fjalla um hvaða flokk fólk ætl­ar að kjósa. Að úr­slit kosn­ing­anna fari eft­ir því. Stjórn­mála­flokk­arn­ir hafa einnig sam­mælst fjöl­miðlum um að allt snú­ist um flokk­ana og hafa orðið átök um sæt­in.

Reynsl­an hef­ur þó kennt kjós­end­um að það er ekki sama að kjósa flokk eða kjósa um ein­hverja til­tekna glæsta framtíð fyr­ir þjóðina næstu fjög­ur árin. Eft­ir kosn­ing­ar kem­ur í ljós hvernig at­kvæði falla og þá fá for­menn þeirra flokka sem mest fylgi fá eða eru tald­ir sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar. Í þeim grauti sem þá er bú­inn til og kallaður stjórn­arsátt­máli eru lín­urn­ar lagðar fyr­ir næstu fjög­ur árin og kjós­end­ur koma hvergi ná­lægt þeirri elda­mennsku. Þeir geta í besta falli kosið aðra stjórn­mála­menn eða flokka eft­ir þar næstu kosn­ing­ar að fjór­um árum liðnum. En þegar þar að kem­ur þá er allt gleymt sem var tek­ist á um fjór­um árum áður og allt þaggað í hel.

Fyr­ir kjós­end­ur er þetta eig­in­lega nær óend­an­leg þvæla þar sem eng­in leið er að kjósa þannig til Alþing­is með nú­ver­andi full­trúa­lýðræði að tryggt sé að ein­hverj­um hjart­ans mál­um þjóðar­inn­ar sé tryggður fram­gang­ur þótt meiri­hluti sé fyr­ir því í sam­fé­lag­inu.

Sum­ir mála­flokk­ar sem enda­laust njóta vel­vild­ar þeirra sem á end­an­um velj­ast á þing geta þvælst í ára­tugi inni í stjórn­kerf­inu án þess að al­menn­ing­ur fái neitt við ráðið eða geti haft áhrif á þvæl­una og bætt sam­fé­lagið. Oft virðist þvæl­an snú­ast um að tryggja valda­stétt­inni það sem hún vill, svo sem for­gang og aðgengi að auðlind­um, fjár­magni, verk­efn­um, at­vinnu og margt fleira. Eng­in leið er að hygla bæði valda­stétt­inni og þur­fa­ling­un­um. Valda­stétt­in held­ur því bara sínu þrátt fyr­ir að meiri­hluti þjóðar­inn­ar sé því mót­fall­inn. Það er eig­in­lega það eina sem er ör­uggt.

Þvæl­an skil­ar valda­stétt­inni mikl­um völd­um og því er mik­ill slag­ur um að kom­ast í þing­sæti.

Þvæl­an skil­ar valda­stétt­inni mikl­um völd­um og því er mik­ill slag­ur um að kom­ast í þing­sæti. Mála­flokk­ar kjós­enda og fólks­ins skipta ekki máli um niður­stöður kosn­inga. Hinar stríðandi fylk­ing­ar safna bara liði eins og fyr­ir þúsund árum og þeir sem hafa flesta liðsmenn kom­ast alla leið að kjöt­kötl­um og djásn­um rík­is­ins.

Í út­tekt sem var gerð á starfs­hátt­um Alþing­is að frum­kvæði þings­ins til að þingið gæti lært og sett stefnu­mörk­un sam­kvæmt rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is kom fram að eng­in fund­ar­sköp eða neinn stjórn­un­arstaðall er til fyr­ir þingið. Þing­störf­in velta áfram af ein­hvers kon­ar óskipu­lögðum hefðum sem for­seti Alþing­is set­ur fram í sam­ráði við stjórn­mála­flokk­ana. Þetta er al­vörusuðupott­ur þar sem fólk þarf ekk­ert að mæta frek­ar en það vill og get­ur bara hangið á nær­liggj­andi bör­um eða verið í út­lönd­um á kostnað rík­is­ins. Mála­flokk­arn­ir eru löngu fokn­ir út í veður og vind sam­an­ber síðustu daga alþing­is núna um dag­inn.

En hvernig get­ur fólk þá kosið til Alþing­is til að leggja at­kvæði sitt til mála­flokka, til dæm­is mál­efna eldri borg­ara og ör­yrkja, heil­brigðismála, skóla­mála, at­vinnu­mála, viðskipta­lífs­ins, auðlinda lands­ins eða ut­an­rík­is­mála svo dæmi séu tek­in? Við erum of­urseld hjarta­lagi og sam­visku þeirra sem kjörn­ir eru á þing.

Skulda­bréf­in á fólkið voru seld er­lend­um fjár­fest­inga­sjóðum á hra­kv­irði.

Í pré­dik­un sinni í Hall­gríms­kirkju sunnu­dag­inn 1. ág­úst sl. vitnaði séra Irma Sjöfn Óskars­dótt­ir í 16. kafla Lúkas­arguðspjalls: „Sá sem er trúr í því smæsta er einnig trúr í miklu og sá sem er ótrúr í því smæsta er og ótrúr í miklu. Ef ekki er hægt að treysta yður fyr­ir hverf­ul­um auðæfum, hver trú­ir yður þá fyr­ir sönn­um auði? Og ef ekki er hægt að treysta yður fyr­ir eig­um annarra, hvernig get­ur Guð þá treyst yður fyr­ir því sem hann ætl­ar yður að eiga sjálf? Eng­inn þjónn get­ur þjónað tveim­ur herr­um. Annaðhvort hat­ar hann ann­an og elsk­ar hinn eða þýðist ann­an og af­ræk­ir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammon.“

Sem sagt; þeir alþing­is­menn sem ekki geta verið trú­ir því smæsta eða þeim smæstu eru fólk­inu og þjóðinni lít­ils virði. Sönn verðmæti liggja aðeins í því fólki á þingi sem gef­ur af sér fyr­ir þjóðina.

Þjóðin bjó við það ástand í mörg ár eft­ir banka­hrunið að íbúðir og hús voru í þúsunda­tali tekn­ar af fjöl­skyld­um sem var bara vísað á göt­una. Upp­lýs­ing­ar meðal ann­ars um af­drif íbúðanna voru bundn­ar banka­leynd þannig að eng­in leið var að vita hvað varð um allt þetta hús­næði sem var tekið af fólk­inu í skjóli laga frá Alþingi.

Skulda­bréf­in á fólkið voru seld er­lend­um fjár­fest­inga­sjóðum á hra­kv­irði auk þess að til dæm­is Íbúðalána­sjóður seldi íbúðir í stór­um pökk­um til fjár­festa. Eft­ir­stöðvar þess­ara mála eru enn í gangi og Hags­muna­sam­tök heim­il­anna starfa enn í þágu þeirra sem voru rænd­ir í þess­ari gróðabylgju fyr­ir mammon.

Hvar var hjarta­lag krist­inna alþing­is­manna?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: