Alþingi er löggjafinn
„Ég vil í því sambandi benda á að þingið er miklu meira en málstofa í þeim skilningi sem hæstvirtur ráðherra virðist leggja í það, að það sé bara til að taka mál til umræðu. Þingið hefur hlutverki að gegna, þingið er löggjafinn í landinu, æðsta stofnun stjórnskipunar Íslands, og hefur bæði löggjafar- og eftirlitshlutverki að gegna gagnvart framkvæmdarvaldinu. Í því ljósi er mikilvægt að sóttvarnaaðgerðir komi ekki bara til umræðu á Alþingi heldur einnig til ákvörðunar,“ sagði Sigríður Á. Andersen á Alþingi.
Henni þykir nóg um hvernig ríkisstjórnin fer fram vegna takmarkana á líf fólks vegna kórónuveirunnar.