- Advertisement -

Alþingi allt, ekki bara ráðherra

Alþingi „…það er ekki bara dómsmálaráðherra sem ber þarna ábyrgð heldur verður Alþingi líka aðeins að líta í eigin barm hvað varðar það sem átti sér stað hér á Alþingi í sumar,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, á þingi fyrr í dag.

Helga Vala gerði grein fyrir hvernig nefndin mun vinna í máli Sigríðar Á. Andersen dómsmáláráðherra. „Hæstivirtur dómsmálaráðherra var dæmd fyrir að brjóta gegn 10. gr. stjórnsýslulaga. Um er að ræða rannsóknarreglu sem er öryggisregla í stjórnsýslurétti,“ sagði Helga Vala.

„Sem formaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vil ég greina frá þeirri málsmeðferð sem samþykkt var einróma í gær í nefndinni að fram færi í kjölfar þessa dóms, sem var býsna afdráttarlaus, svo ekki sé meira sagt. En það er ekki bara dómsmálaráðherra sem ber þarna ábyrgð heldur verður Alþingi líka aðeins að líta í eigin barm hvað varðar það sem átti sér stað hér á Alþingi í sumar.“

Helga Vala ítrekaði ábyrgð ráðherra: „Engu að síður tekur Hæstiréttur algerlega af öll tvímæli um að samkvæmt stjórnskipunarvenju er það ráðherra sem ber ábyrgð á þeirri framkvæmd sem þarna átti sér stað og það er hún sem skipar í þetta embætti. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ætlar í kjölfarið að kalla til sérfræðinga, að fara yfir stjórnskipulega stöðu ráðherrans í kjölfar þessa dóms, enda er um býsna alvarlegt mál að ræða þar sem verið var að setja heilt dómstig. Ég taldi rétt að upplýsa um það og að sjálfsögðu veitum við allar frekari upplýsingar við nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: