- Advertisement -

Almenningur er ekki fóður fyrir bankanna

Vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér nema að litlu leyti til heimilanna.

„Vextir bankanna á húsnæðislánum neytenda eru enn allt of háir á Íslandi. Það er staðreynd að vaxtalækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér nema að litlu leyti til heimilanna. Núverandi vextir eru þannig um 230% hærri en þeir gætu verið sé tekið mið af stýrivaxtalækkunum undanfarinna tveggja ára. Þetta eru háar fjárhæðir sem hvert heimili munar um,“ segja Hagsmunasamtök heimilanna í opnu bréfi þar sem þau fara fram á fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra.

„Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að Seðlabankinn og stjórnvöld sjái til þess að bankarnir komist ekki upp með að lítilsvirða Seðlabankann með því að hunsa vaxtaviðmið hans og lækki vexti sína á lánum til neytenda án tafar ásamt því að endurgreiða þeim þá vexti sem hafa verið ofteknir,“ segir einnig í bréfinu.

„Hagsmunasamtök heimilanna fara hér með fram á fund með forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra við allra fyrsta tækifæri til að ræða um eftirfarandi atriði:

…sem fjármálaráðherra hafði „engar áhyggjur af“ en hefur nú raungerst
  • Hvernig ríkisstjórnin hyggist efna loforð sín um að „verja heimilin“ fyrir verðbólguskotinu sem fjármálaráðherra hafði „engar áhyggjur af“ en hefur nú raungerst.“
  • Hagsmunasamtökin vilja ræða til hvaða aðgerða ríkisstjórnin geti gripið til, í því skyni að tryggja að vaxtalækkanir Seðlabanka Íslands skili sér til neytenda að fullu. Heimilin geta ekki sætt sig við 230% hærri vexti en þeir ættu að vera ef þeir hefðu fylgt vaxtalækkunum seðlabankans í sama hlutfalli. Við minnum á að almenningur er ekki fóður fyrir bankanna!

Þá er minnst á verðtrygginguna sem Hagsmunasamtökin vilja að verði þak á:

„Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að sett verði þak á verðtryggingu lána heimilanna og afleiðingar þessa verðbólguskots sem heimilin töldu sig varin fyrir. Samtökin telja eðlilegt að þakið verði miðað við verðbólgustigið þann dag sem loforðið um vernd heimilanna var gefið þann 31. mars 2020, og að ríkisvaldið bæti heimilunum þann aukakostnað sem hefur fallið á þau vegna aðgerðarleysis stjórnvalda.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: