- Advertisement -

Almenn ánægja segir löggan

- fólki sem hyggst leggja fram kæru er vísað burt og sagt koma mörgum dögum síðar.

Hún var um margt sérstök fréttin sem Mogginn var með þar sem sagði af hjólreiðamanni sem var barinn í höfuðið, af tilefnislausu,  með hjólalás. Hann hlaut af vont sár. Það var fleira athyglisvert í fréttinni. Lögreglan neitaði að taka við kæru frá manninum. Þar hefur verið tekið upp númerakerfi fyrir kærendur og maðurinn er það aftarlega í röðinni að honum var gert að koma aftur eftir átta daga. Þá yrði kæran móttekin.

„Þóra Jónasdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir bið eftir tíma í kærumóttöku jafnan mun styttri eða einn til tveir dagar,“ segir í frétt Moggans. Hún sagði röðina lengri á sumrin og biðina þar afleiðandi vera lengri. Þóra sagði við blaðamann Moggans að almenn ánægja sé þetta fyrirkomulag.

Almenn ánægja, segir löggan. Almenn ánægja, hjá fólki sem vill kæra t.d. árásir eða innbrot, að vera vísað frá lögregæustöðinni og sagt að taka númer og koma aftur jafnvel viku síðar. Staðhæfingu lögreglunnar er ekki hægt að trúa.

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: