- Advertisement -

ALMC: Undandskot frá nauðarsamningum og stöðugleikaframlagi?

Vilhjálmur Bjarnason 2SAMFÉLAG Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fjárfestir, sagði í fréttaviðtali við Ríkisútvarpið í kvöld, að sér virtist sem þær bónusgreiðslur sem stjórnendur ALMC, áður Straums, fengi hafi verið komið undan nauðasamningum og þá stöðugleikaframlagi.

Hann sagði að sér þætti ekki rétt að verðlauna starfsmenn banka, sem fór í gjaldþrot, með þessum hætti og allt þetta stangist á við íslenska veruleika.

3,3 milljarða bónusar

Það var DV sem fyrst birti frétt um bónusgreiðslurnar og sagði meðal annars:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Íslenska eignaumsýslufélagið ALMC, áður Straumur-Burðaráss fjárfestingabanki, hefur innt af hendi milljarða króna í bónusgreiðslur til um 20-30 núverandi og fyrrverandi starfsmanna félagsins. Voru bónusarnir, sem áætlað var í ársbyrjun 2015 að myndu nema samtals 23 milljónum evra, jafnvirði 3,3 milljarða íslenskra króna, greiddir út um miðjan desembermánuð á síðasta ári, samkvæmt heimildum DV.

Stærstur hluti bónusgreiðslnanna fór til aðeins nokkurra lykilstjórnenda ALMC og fengu þeir hver um sig jafnvirði mörg hundruð milljóna króna í sinn hlut.“

Mbl.is, sagði svo í upphafi fréttar um málið: „Millj­arða bón­us­greiðslurn­ar sem nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­menn ís­lenska eignaum­sýslu­fé­lags­ins ALMC, sem áður var Straum­ur-Burðaráss, fengu í lok síðasta árs eru í takti við þró­un­ina er­lend­is. Þetta seg­ir fyrr­um for­stjóri bank­ans.“

„Jakob seg­ir á að greiðslurn­ar séu í takti við bón­us­greiðslu­kerfið sem var sett á fót á sín­um tíma, þ.e. kaupauka­kerfi sem var samþykkt á aðal­fundi ALMC árið 2011. Þá bend­ir hann á að starfs­menn­irn­ir séu bún­ir að starfa lengi hjá fé­lag­inu

Straum­ur-Burðaráss var tek­inn yfir af Fár­mála­eft­ir­lit­inu í mars 2009 og í kjöl­far samþykkt­ar nauðasamn­inga í júlí 2010 varð eignaum­sýslu­fé­lagið ALMC til. Eft­ir samþykkt­ina fengu kröfu­haf­ar yf­ir­ráð í nýja fé­lag­inu en eig­end­urn­ir eru að stærst­um hluta er­lend­ir bank­ar og fjár­fest­ing­ar­sjóðir.“

Byggja skóla eða gera göng til Seyðisfjarðar

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, skrifaði um málið á Facebook: „Fauk illilega í mig þegar ég sá þetta. Hvaða rugl er þetta og hvað hefur fólk að gera með svona mikla peninga. Þetta er svo fáránlega absúrd að það tekur engu tali! Ætla þau að byggja íþróttahús í sinni heimabyggð eða gefa kannski eins og einn grunnskóla eða tvo leikskóla. Eða kannski enn betra útrýma einbreiðum brúm og gera göng til Seyðisfjarðar ? ? ?
Sett í samhengi við raunveruleikann er þetta svo mikil græðgi að það tekur engu tali!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: