- Advertisement -

Alltaf á tvöföldu verði

Neytendavakt Miðjunnar er í Brighton á Englandi. Eftir stutta dvöl í þeirri borg er strax ljóst a verlagi í Brighton er allt annað og lægra en er heima á Íslandi.

Máltíð sem borðuð var eftir að við komum svöng til borgarinnar var svo sem ekkert merkileg. En þó, hið minnsta hvað verðið varðar.

Ágætis pizza, nokkuð „íslensk“ og samloka með kjúklingabringum og djúpsteiktum sætum kartöflum og tvö stór glös af kóki. Hvorutveggja var svo sem með ágætum.

Þá er það verðið. Fyrir þetta allt borguðum við tuttugu pund og fimmtán sent. Rétt um 2.900 krónur. Til viðmiðunar kostar dæmigerð pizza á dæmigerðum pizzastað í Reykjavík nánast það sama og öll máltíðin kostar hér í Brighton.

Nánast er sama hvaðan verðsamanburður er gerður, Ísland sleppur best með tvöfalt verð, oftast er verðmunurinn enn meiri.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: