Stjórnmál
Bjarni Benediktsson hefur skapað sér miklar óvinsældir. Lítill hluti kjósenda treystir honum. Á lokaspretti ríkisstjórnarinnar freistar hann þess að ávinna sér traust og reynir að blása lífi í annars vonlausan pólitískan feril. Allt kemur fyrir ekki.
Fólk var spurt hvort það treysti ríkisstjórninni betur núna undir forsæti Bjarna, en það gerði meðan Katrín var í forsætisráðuneytinu. Svörin voru afdráttarlaus. Fólk ber minna traust til ríkisstjórnarinnar eftir að Bjarni tók við af Katrínu.
Allt leggst á eitt. Bjarni er rúinn trausti. Sama hvað hann hangir lengi á voninni um að hann úr rætist. Bestu vinir Bjarna verða að leiða honum fyrir sjónir að þetta er búið hjá honum. Það er engum um að kenna nema honum sjálfum.
Eins og sjá má í meðfylgjandi Moggafrétt segjast 72 prósent treysta ríkisstjórninni verr eftir að Bjarni tók við sem forsætisráðherra. Aðeins ellefu prósent segjast treysta ríkisstjórninni betur eftir breytingarnar.
-sme