- Advertisement -

Allt mest og best hjá Davíð – líka Bjarni

Davíð Oddsson og Bjarni Benediktsson.

„Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fv. for­sæt­is­ráðherra, hef­ur boðað að hann taki ekki kosn­ingu á Alþingi eft­ir að hafa setið þar í 21 ár. Hann gef­ur ekki kost á sér til for­mennsku í Sjálf­stæðis­flokkn­um á kom­andi lands­fundi eft­ir að hafa leitt flokk sinn í 16 ár, þar af 11 ár í rík­is­stjórn, bæði á erfiðum um­brota­tím­um hruns­ár­anna og mestu upp­gangs­tím­um þjóðar­inn­ar, sem á eft­ir sigldu og hann átti rík­an þátt í að skapa.“

Þannig skrifar Davíð Oddsson í leiðara dagsins. Athygli vakti að ekkert var skrifað um Bjarna og leiðarlokin hans í leiðara gærdagsins. Jæja, betra er seint en aldrei. Lesum áfram:

„Þegar svo öfl­ug­ur for­ystumaður kjöl­fest­u­stjórn­mála­flokks, einn helsti áhrifamaður lands­ins, kveður eft­ir svo lang­an fer­il verða kafla­skil.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bjarni sit­ur áfram sem formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins fram á lands­fund, þegar nýr formaður verður kjör­inn á stærstu póli­tísku sam­kundu lands­ins. Hins veg­ar er ekk­ert greypt í stein um hvenær það verður.“

Allt er mest og best í skrifum Davíðs; „öfl­ug­ur for­ystumaður kjöl­fest­u­stjórn­mála­flokks“ „á stærstu pólitísku samkundu landsins“.

„Í fyrra var boðað til lands­fund­ar í fe­brú­ar­lok. Það er óvenju­leg­ur tími og allra veðra von, en mark­miðið að slá takt­inn fyr­ir alþing­is­kosn­ing­ar, hvort held­ur þær yrðu um vor eða haust,“ skrifar Davíð og heldur áfram:

„At­b­urðarás­in varð önn­ur og kosið í nóv­em­ber, svo af þeim ástæðum ligg­ur ekki leng­ur á lands­fundi.

Vetr­ar­veðrin varða fleiri en lands­fund­ar­full­trúa, því for­manns­fram­bjóðend­ur þurfa að ferðast um öll kjör­dæmi til að kynna sig og áhersl­ur sín­ar.

Af þeirri ástæðu kynni að vera ráð að fresta lands­fundi til vors, en svo má minna á að á næsta ári eru sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, svo að haust­fund­ur gæti komið í betri þarf­ir.“

Helstu rök­in fyr­ir því að fresta lands­fundi eru þó þau að vanda þarf valið; við slík kafla­skil er ekki sjálf­stætt mark­mið að hespa af kjör for­manns stærsta stjórn­mála­afls þjóðar­inn­ar og eng­inn sjálf­gef­inn í embættið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: