- Advertisement -

Allt í kaldakoli í ráðhúsinu

Mynd: reykjavik.is.

Í skýrslu um kostnað vegna fram­kvæmda við bragg­ann kem­ur skýr­t fram og áber­andi að lög og regl­ur um skjala­stjórn op­in­berra stofn­ana voru þver­brot­in.

Allt virðist hafa verið í fullkomnu kaldakoli við endurgerð braggans. Ekki stóð steinn yfir steini í allri framkvæmdinni. Þó Dagur borgarstjóri hafi reynt hvað hann getur að þvo eigin hendur er víst að hann þarf meira til. Engin ástæða er þó til að halda að hann, eða aðrir í meirihlutanum, telji þetta mál vera brottrekstrarsök æðsta embættismann borgarinnar.

Það yrði svo „óíslenskt“.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er búið að hylja slóðina?

Upp­lýst er í skýrsl­unni að skjala­stjórn vegna braggans var afar ófull­nægj­andi og að nán­ast eng­in skjöl né fund­ar­gerðir um verk­efnið hafi fund­ist í skjala­vörslu­kerfi borg­ar­inn­ar. Ítrek­ar Borg­ar­skjala­safnið á vefsíðu sinni hversu gíf­ur­lega mik­il­vægt það er að farið sé eft­ir þeim ferl­um og lög­um sem varða skjala­stjórn og skjala­vist­un. „Ekki ein­ung­is til að upp­fylla lög­bundna starfs­hætti og regl­ur held­ur ekki síður til að tryggja rekj­an­leika mála og upp­lýs­ing­ar um ákv­arðanir og úr­vinnslu þeirra.“

Í skýrsl­unni er einnig bent á að tölvupóstar starfs­manna er tengj­ast verk­efn­inu voru óaðgengi­leg­ir og að tölvupóstum ein­stakra aðila hafi þegar verið eytt. Sam­kvæmt lög­um um skjala­stjórn er óheim­ilt að varðveita gögn í tölvu­póst­hólf­um og ber að færa tölvupósta er varða málsmeðferð hjá Reykja­vík­ur­borg í skjala­safn. Það var ekki gert.

Borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, skrifar:

„Meiri­hlut­inn reyn­ir að láta eins og bragg­inn sé und­an­tekn­ing. Ástæða er til að ótt­ast að það sé öðru nær. Ný­lega kom fram að op­in­ber verk­efni fara að meðaltali 60% fram úr áætl­un. Mun það breyt­ast? Má bú­ast við að allt í einu verði farið að bera virðingu fyr­ir pen­ing­um, sem koma úr vös­um borg­ar­anna? Hver verða svör­in þegar næsta framúr­keyrsla kemst í há­mæli? Vissi þá eng­inn neitt held­ur? Verður þá eng­in gögn að finna um eitt eða neitt? Þessu máli er hvergi nærri lokið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: