Allt gert í nafni Krists
Svo við minnumst nú ekki einu sinni á stríðið í Írak.
Magnús R. Einarsson skrifaði:
Morðin Í Vínarborg vekja óhug og viðbjóð, komandi í kjölfar morðanna í Frakklandi. Af hverju er þetta að gerast? Af hverju er ráðist á saklausa borgara í Evrópu og þeir myrtir af handahófi? Það er umhugsunarvert. Það er einnig um hugsunarvert hvers vegna öfgasinnuðum islamistum hefur fjölgað svo mjög á undanförnum árum. Það vakti líka óhugnað og viðbjóð hjá múslimum þegar Obama, já dýrlingurinn Obama, var að láta sprengja brúðkaupsveislur, strætisvagna, samkomur og myrða fleiri hundruð ef ekki þúsundir saklausra borgara með drápstólum ríka hugleysingjans, með drónum. Svo við minnumst nú ekki einu sinni á stríðið í Írak. Og minnumst ekki heldur á aldalanga kúgun nýlenduveldanna í Miðausturlöndum, hvað þá krossferðirnar.
Allt gert í nafni Krists, eða lýðræðis, kapitalisma og eða í hefndarhug eftir ellefta sept. Þá drap Bandalag viljugra þjóða með Bandaríkjamenn í forystu og Íslendinga í aftanídragi, um 200,000 saklausra borgara. Skyldu þau ódæði öll, fjöldamorð, kúgun og arðrán, auðlindarán og græðgi vestrænna þjóða hafa með eitthvað með það að gera að ástandið hefur þróast á þennan hörmulega hátt? Á engan veg er nokkurn tíma hægt að réttlæta morð á saklausu fólki, hvort það sem er í Vínarborg, París, Kabúl eða Bagdad. En það er hægt að hugsa um orsök og afleiðingu.