- Advertisement -

Allt frá fyrstu lífskjarasamningunum 1986 hafa allar aðgerðir runnið út í sandinn

Reynsla okkar er óbrigðul. Allt frá því að fyrstu lífskjarasamningarnir voru gerðir 1986 og fram til þessa dag hafa allar aðgerðir runnið út í sandinn.

Þröstur Ólafsson.

Þröstur Ólafsson skrifaði:

Egill Helgason lét í ljós þá skoðun sína að verði af nýrri ríkisstjórn kvenforingjanna þriggja, þá eigi sú stjórn ekki að hreyfa við evrópumálunum. Láta eins og þau komi okkur ekki við, en þess í stað einbeita sér að hefðbundnum vandamálum s.s. verðbólgu, vöxtum, húsnæðis-, heilsu- og öðrum velferðarmálum. Gott og vel.

Enn ein ríkisstjórn sem ætlar að vaða svaðið á ný, því þessu bráðmikilvægu mál hafa verið á málefnaskrá flestra ríkisstjórna undafarna áratugi. Og við stöndum enn í svaðinu. Egill Helgason sér ekki, frekar en mjög margir samlandar hans, að aðild að ESB er ekki lengur hreint utanríkismál, heldur ófrávíkjanlegur hluti, nei forsenda lausna okkar hefðbundnu mála. Það tengist lítið afstöðu Norðmanna til ESB, hvað þá stríðinu í álfunni.

Félagsmálapakkar samdir á færibandi.

Okkar þarfir eru annars eðlis. Það gerir íslenska krónan. (Norska krónan er reyndar einnig farin að láta á sjá). Íslenska krónan mun fyrr en síðar, vatna yfir þær umbætur sem gerðar verða í nýjum félagmálapakka. Stöðugri krónu þýða háir vextir og öfugt. Lágir vextir, fallandi gengi.

Reynsla okkar er óbrigðul. Allt frá því að fyrstu lífskjarasamningarnir voru gerðir 1986 og fram til þessa dags hafa allar aðgerðir runnið út í sandinn.

Félagsmálapakkar samdir á færibandi. Gengi krónunnar fest eða gefið frjálst; vextir keyrðir niður eða haldið í hámarki. Ekkert hefur dugað út eitt einasta kjörtímabil. Svo verður að öllum líkindum enn, ef ekki verða teknar upp viðræður við ESB sem tryggja okkur stöðugan gjaldmiðil – hann er eitt mikilvægasta innaríkismál hverrar þjóðar.

Án stöðugs gjaldmiðils fúna aðrar stoðir. Ráð Egils Helgasonar er því miður hjólfararáð. Halda áfram að slá teiginn með gamla ljánum þó bæði vel og nýbrýndur sé.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: