- Advertisement -

Allt fólk í heiminum veit að svona færslur koma starfi ráðherra ekkert við

Gunnar Smári skrifar:

Í flestum löndum hefði þessi ráðherra sagt af sér þegar í ljós kom að hún lét björgunarþyrlu sækja sig í hestaferð. Og líka þegar kom í ljós að hún hafði hringt tvívegis í lögreglustjóra á aðfangadag til að yfirheyra hann um færslu lögreglunnar á facebook. Og hvergi í veröldinni, nema á Íslandi, væri tekið nokkuð mark á útskýringum ráðherrans; að þarna um jólin hafi hún þurft að fá útskýringar á því hvernig löggan gengur frá færslum á Facebook. Allt fólk í heiminum veit að svona færslur koma starfi ráðherra ekkert við, bara alls ekki neitt. Og enn síður þegar kollegar hennar eru viðfang þeirra. Hérlendis er þetta rugl hins vegar skrifað upp eftir ráðherranum eins og þetta sé normal svar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: