Gunnar Smári skrifar:
Það sem mér finnst áhugavert við þetta er að aðeins 44 þúsund eru áskrifendur að síðu Inspired by Iceland a youtube. Átti síðasta auglýsing ekki að hafa slegið í gegn? Nú hafa 181 kveikt á þessu myndbandi, 147 af þeim lækað það (líklega allt starfsmenn stofunnar sem bjó þetta til og ættingjar stjórnar Íslandsstofu) og aðeins 20 sett inn ummæli. Með öðrum orðum, þá er þetta myndband ekki að ná neinu flugi.
Til samburðar þá kemur Ísland við sögu í tveimur Netflix myndum/þáttum. Sýnishorn úr þáttaröð Zac Efron, Down to Earth, þar sem Ísland er fyrsti þátturinn af átta, hefur náð 1.744 þúsund í áhorf (tíu sinnum meira en Let It Out!), fengið 40 þúsund læk (272 sinnum meira en Let It Out!) og 1375 ummæli (69 sinnum meira en Let It Out!).
Sýnishorn úr Júróvisonmynd Will Ferrel þar sem Ísland er sögusviðið, hefur náð 2.702 þúsund í áhorf (15 sinnum meira en Let It Out!), fengið 25 þúsund læk (170 sinnum meira en Let It Out!) og 4237 ummæli (212 sinnum meira en Let It Out!).
Lagið Husavik úr Júróvision-myndinni hefur náð 2.794 þúsund í áhorf (15 sinnum meira en Let It Out!), fengið 42 þúsund læk (286 sinnum meira en Let It Out!) og 5745 ummæli (287 sinnum meira en Let It Out!).
Ergo: Framlag Netflix til landkynningar síðustu vikur er um 10 til 287 sinnum mikilvægara en þetta myndband.