„Í þessum sal er allnokkuð vit, töluverð reynsla, mikil menntun, frjó hugsun sums staðar, þannig að það er ekkert nema vinningur að því fyrir ríkisstjórnina að kalla stjórnarandstöðuna til liðs við sig núna,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki á Alþingi í dag.
„Stjórnarandstaðan hefur nefnilega gert allt það sem ég nefndi áðan. Hún hefur sýnt samstöðu með ríkisstjórninni vegna þess að hún gengst við lýðræðislegri ábyrgð sinni. Það mun stjórnarandstaðan að sjálfsögðu gera áfram, en ég segi við hæstvirtan forsætisráðherra: Það er ríkisstjórninni fyrir bestu að kalla til fleiri að þessu verkefni sem er hvergi nærri búið.“
-sme