Lestrarkeppnin Allir lesa er nú í fullum gangi en hún stendur yfir til 16.nóvember. Ríflega sex þúsund titlar hafa verið skráðir í keppnina og samtals hafa keppendur nú lesið í um 37 þúsund klukkustundir. Þátttakendur eru nú um fjögur þúsund. Átakið hófst þann 17. október.
Lestrarleikurinn fer fram gegnum vefinn Allir lesa og lýkur honum á degi íslenskrar tungu. Þátttakendur skrá lestur sinn í lestrardagbókina á vefnum allirlesa.is og taka þátt í leiknum með því að vera í ákveðnu liði. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar. Ekki skiptir máli hvort um er að ræða prentaða bók, rafbók eða hljóðbók, allar bækur eru gjaldgengar en ekki tímarit og blöð.