- Advertisement -

Allir höfðu tekið sig á

Neytendur Athugasemdir voru gerðar, þegar Neytendastofa kannaði verðmerkingar í apríl, á tíu bensínstöðvum. Nú var farið á þær tíu stöðvar þar sem verðmerkingum var ábótavant síðast.

Athugað var hvort verðmerkingar á vörum inni í verslun og á bensíndælu væru í samræmi við lög og reglur. Einnig voru tíu vörur teknar af handahófi og samræmið athugað á milli hillu- og kassaverðs.

Könnunin leiddi í ljós að allar tíu bensínstöðvarnar höfðu farið eftir fyrirmælum Neytendastofu og bætt verðmerkingar sínar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: