Gunnar Smári skrifar:
Einhver þarf að benda Katrínu Jakobsdóttur á að almenningur kvað upp sinn úrskurð í þjóðaratkvæðagreiðslu október 2012; mikill meirihluti kaus stjórnarskrá samkvæmt niðurstöðu stjórnlagaráðs. Tilraun Katrínar til að setja málið á byrjunarreit þrátt fyrir skýra afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu væri svipað og ef stjórnvöld í Bretlandi hunsuðu Brexit-kosninguna og færu að framkvæma skoðanakannanir um afstöðu Breta til Evrópu, svona almennt og yfirleitt. Fólk sem getur ekki virt lýðræðislega niðurstöðu á ekki að gefa sig að stjórnmálum í lýðræðisríki. Það á því miður við um alla flokka á þingi, sem allir hafa lagt blessun sína yfir þessar æfingar Katrínar.