- Advertisement -

„Allar stofnanir valdsins stóðu sameinaðar gegn okkur“

Láglaunakonur búa yfir ólýsanlegum kröftum.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ekki lagt niður vopnin þó samningar hafi tekist við Reykjavíkurborg.

„Láglaunafólk á íslenskum vinnumarkaði hefur stigið stolt fram úr skugganum. Eflingarfélagar hafa sýnt fram á mikilvægi starfa sinna og réttmæti kröfunnar um mannsæmandi líf. Þótt baráttan hafi nú skilað góðum árangri er hún rétt að byrja,“ segir í frétt frá Eflingu.

„Áður þaggaðar og jaðarsettar konur, sem fáir höfðu fram að því haft áhuga á, stigu fram með sjálfsvirðinguna að vopni og skiluðu skömm láglaunastefnunnar þangað sem hún á heima. Láglaunakonur búa yfir ólýsanlegum kröftum sem þær ákváðu að nýta í eigin baráttu frekar en að fórna sér ævina langa í að taka til eftir aðra,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Allar stofnanir valdsins stóðu sameinaðar gegn okkur. Okkur átti að berja  til hlýðni, eins og tíðkast hefur áratugum saman. En Eflingarfélagar hjá borginni hafa fært valdastéttinni og raunar samfélaginu öllu fréttir; þegar verkafólk kemur saman í krafti fjöldans, samstöðunnar og baráttuviljans þá stöðvar það ekkert. Eflingarfélagar hjá borginni hafa skrifað nýjan kafla í sögu íslenskrar verkalýðsbaráttu,“ sagði Sólveig Anna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: