Fréttir

Al­ger­lega ómögu­legt að semja við Eflingu

By Miðjan

April 28, 2020

„Það er með ólík­ind­um að þessi ákvörðun skuli vera tek­in í því ástandi sem við erum núna í, sér­stak­lega í ljósi þess að samn­inga­nefnd Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem hef­ur samn­ings­um­boð sveit­ar­fé­lag­anna er búin að bjóða Efl­ingu ná­kvæm­lega sama samn­ing og aðrir bæj­ar­starfs­menn sem við höf­um samið við hafa fengið. Hann er í anda lífs­kjara­samn­ing­anna. Efl­ing ger­ir meiri kröf­ur en aðrir hafa fengið. Það er al­ger­lega ómögu­legt að semja á þeim grunni,“ seg­ir Al­dís Haf­steins­dótt­ir, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga í samtali við Moggann.

Spurð hvers vegna ekki sé hægt að semja eins og Reykja­vík­ur­borg seg­ir Al­dís að sá samn­ing­ur sé grund­vallaður á öðrum for­send­um en aðrir starfs­menn sveit­ar­fé­lag­anna hafi samið um.