„Það er með ólíkindum að þessi ákvörðun skuli vera tekin í því ástandi sem við erum núna í, sérstaklega í ljósi þess að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hefur samningsumboð sveitarfélaganna er búin að bjóða Eflingu nákvæmlega sama samning og aðrir bæjarstarfsmenn sem við höfum samið við hafa fengið. Hann er í anda lífskjarasamninganna. Efling gerir meiri kröfur en aðrir hafa fengið. Það er algerlega ómögulegt að semja á þeim grunni,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við Moggann.
Spurð hvers vegna ekki sé hægt að semja eins og Reykjavíkurborg segir Aldís að sá samningur sé grundvallaður á öðrum forsendum en aðrir starfsmenn sveitarfélaganna hafi samið um.