Fréttir

Alger aumingjaskapur stjórnarandstöðunnar

By Miðjan

March 24, 2020

Stjórnarandstæðingar. „Ljóst er að þingræði er bara sýndarmennska ef það er fallist á að það sé ekki þörf á því nema til að stimpla risaaðgerðir frá ráðherraliðinu.“

„Mér er fyrirmunað að skilja af hverju þingið felst á að kippa sér úr sambandi og fjalla aðeins og um mál framkvæmdavaldsins. Ljóst er að þingræði er bara sýndarmennska ef það er fallist á að það sé ekki þörf á því nema til að stimpla risaaðgerðir frá ráðherraliðinu,“ skrifar Birgitta Jónsdóttir, fyrrum þingmaður.

„Framkvæmdavaldið hefur tekið öll völdin og það er ekki réttlætanlegt undir neinum kringumstæðum og afar ólýðræðislegt. Nær hefði verið ef núverandi handhafar ráðherraembætta hefðu lagt sig fram til að vinna að þverpólitískum lausnum. Margt að því sem hér er kynnt til leiks til að bjarga okkur frá efnahagshruni er afar einkennilegt, þó svo að sumt sé svo sem ágætlega útfært. ENN virðast þó stjórnmálamenn hugsa meira um viðhald valda en að finna farveg samvinnu og því miður lét stjórnarandstaðan þetta bara yfir sig ganga. Alger aumingjaskapur.“