- Advertisement -

Aldrei áður annars eins halli á ríkissjóði

Aldrei áður annars eins halli

„Hall­inn á rík­is­sjóði verður 320 millj­arðar króna á næsta ári og hef­ur aldrei verið meiri í lýðveld­is­sög­unni. Það er bæði vegna þess að skatt­kerfið og af­komu­trygg­inga­kerf­in virka eins og þau eiga að virka í kreppu en líka vegna þess að stjórn­völd tóku þá póli­tísku ákvörðun að beita rík­is­fjár­mál­un­um af full­um þunga til þess að verja grunnþjón­ust­una og alla þá miklu upp­bygg­ingu sem þar hef­ur orðið á síðustu árum með al­menna vel­sæld, ný­sköp­un og græna at­vinnuþróun í for­grunni,“ segir meðal annars í áramótagrein Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Mogganum frá því í gær.

„Þetta var stór­póli­tísk ákvörðun sem er fjarri því að vera sjálf­sögð í kreppu eins og dæm­in sanna en ég hef mikla trú á að sé sú rétta við þess­ar aðstæður. Pen­inga­stefn­an sem birst hef­ur í um­tals­vert lægri vöxt­um en áður hafa þekkst hér á landi hef­ur síðan stutt vel við þess­ar ákv­arðanir. Þar er jafn­framt á ferðinni stórt lífs­kjara­mál en lægri vext­ir létta skuld­sett­um heim­il­um róður­inn við þess­ar erfiðu aðstæður.“

Greinin í Mogganum er mun lengri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: