- Advertisement -

Aldraðir eru verðmætt vinnuafl

Mikilvægt er að aldraðir hafi sem hæstar ráðstöfunartekjur þannig að þeir geti lifað sjálfstæðu lífi.

Velferðarnefnd, þar sem Halldóra Mogensen, er formaður lagði fram tillögu til þingsályktunar, um að félags- og barnamálaráðherra láti gera úttekt á fjárhagslegum áhrifum þess fyrir ríkissjóð að afnema skerðingar ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu. 

Í greinargerðinni segir meðal annars:

„Fram hafa komið kröfur af hálfu hagsmunasamtaka aldraðra og fleiri aðila um að afnema með öllu skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna og hefur því m.a. verið haldið fram að það þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð og að ríkissjóður gæti jafnvel haft fjárhagslegan ávinning af því. Því er mikilvægt að meta með einhverjum hætti áhrifin á tekjuhlið ríkissjóðs með tilliti til aukinnar atvinnuþátttöku ellilífeyrisþega og þjóðhagslegra áhrifa vegna þeirra breytinga. Aldraðir á vinnumarkaði eru verðmætt vinnuafl sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu. Mikilvægt er að aldraðir hafi sem hæstar ráðstöfunartekjur þannig að þeir geti lifað sjálfstæðu lífi. Áframhaldandi vinna eftir að ellilífeyrisaldri er náð eykur möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara og eykur lífsgæði þeirra.“

Þú gætir haft áhuga á þessum


Úttektin verði gerð af óháðum aðilum í samstarfi við félagsmálaráðuneytið.

Velferðarnefnd segir: „Úttektin verði gerð af óháðum aðilum í samstarfi við félagsmálaráðuneytið. Við mat á fjárhagslegum áhrifum skuli meta áhrifin á bæði útgjaldahlið og tekjuhlið ríkissjóðs. Leiði úttektin í ljós að afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna feli ekki í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð leggi félags- og barnamálaráðherra fyrir 1. mars 2020 fram frumvarp sem feli í sér afnám skerðinga ellilífeyris almannatrygginga vegna tekna af atvinnu. Leiði úttektin aftur á móti í ljós að breytingarnar feli í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð verði málinu vísað til starfshóps um kjör aldraðra þar sem rætt verði um áhrif tekjuskerðingar almennt og hvaða leiðir séu í boði í þeim efnum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: