- Advertisement -

Aldraðir eiga að fá sömu hækkun og launamenn – og frá sama tíma

Það hefur verið níðst á öldruðum í þessu efni hvað eftir annað.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Þegar launin hækka, þá hækkar lífeyrir aldraðra og öryrkja. Það er lögbundið. Spurningin er aðeins sú hvað lífeyrir hækkar mikið. Samkvæmt lögum á hækkun lífeyris að taka mið af launaþróun en þó aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.

Samkvæmt þessu orðalagi á ekki aðeins að miða við hækkun lágmarkslauna eða launa verkafólks, heldur einnig að taka tillit til hækkunar annarra launa, t.d. launa iðnaðarmanna, lækna, opinberra starfsmanna og fleira.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja eru svo bágborin nú, að þeir þola engar tafir á leiðréttingu. Stjórn KJ hefur farið mjög illa með þá.

Launaþróun er víðtækt orð og tekur til þróunar allra launa, nokkurs konar meðaltals launahækkana. Það reynir á túlkun þessarar lagagreinar, þegar vinnudeilan hefur verið leyst og laun annarra hækkuð í kjölfarið. Þarna er verk að vinna fyrir alþingi.

Það hefur verið níðst á öldruðum í þessu efni hvað eftir annað. Ég sýndi fram á það í blaðagrein nýlega, að lífeyrir hefur hækkað miklu minna er laun. Það er lögbrot að mínu áliti. Aldraðir og öryrkjar eiga mikið inni að þeim sökum. Nú er gott tækifæri til þess að bæta það upp.

Alþingismenn ættu að taka rögg á sig og tryggja, að aldraðir og öryrkjar fái réttláta hækkun lífeyris strax í kjölfar launahækkana; þeir þurfa að gæta þess að hækkun verði í samræmi við hækkun allra launa og að hækkun lífeyris taki gildi frá sama tíma og launahækkanir en stjórnvöld hafa leikið þann leik að draga hækkanir aldraðra og öryrkja á langinn og valdið þeim þar af leiðandi mikilli kjaraskerðingu. Slíkt verður að hindra að þessu sinni.

Kjör lægst launuðu aldraðra og öryrkja eru svo bágborin nú, að þeir þola engar tafir á leiðréttingu. Stjórn KJ hefur farið mjög illa með þá. Það hefur verið notað oft sem skálkaskjól, að bíða verði nýrra fjárlaga. Það er rangt. Það er unnt að skerða kjörin á miðju ári og eins er unnt að bæta þau á miðju ári. 

Ef aþingismenn eiga að leysa þetta verkefni verða þeir að tala sjálfstætt og taka sjálfstæðar ákvarðanir en ekki að bíða eftir ráðherrum eða fyrirmælum foringja. Þetta er mjög mikilvægt verkefni. Takist alþingi að leysa það mundi það auka virðingu alþingis mikið og skapa því aukið traust. Ég vona, að svo fari.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: