Fréttir

Albanska fólkið: Vill ræða málið á Alþingi

By Miðjan

December 14, 2015

Alþingi Ólöf Nordal upplýsti á Alþingi, rétt í þessu, að hún hafi óskað eftir að forseti Alþingis, gefi henni færi á að flytja Alþingi munnlega skýrslu um albönsku fjölskyldurnar og brottrekstur þeirra af landinu.

Það var Katrín Jakobsdóttir hóf umræðuna og hún nefndi hvort regluverkið þjóni þeim markmiðum sem vilji er til að viðhafa.

Ólöf Nordal sagðist hafa skrifað Útlendingastofnun og Rauða krossinum í leit af skýringum á atburðarrásinni.