- Advertisement -

skessuhorn.is:

Grásleppusjómenn við Breiðafjörð eru vægast sagt ósáttir við það sem þeir kalla skyndilokun á grásleppuveiðum í ár. Ástgeir Finnsson, sem rær frá Ólafsvík á báti sínum Sæfinni SH 999, er afar óánægður með þessa skyndilokun. „Ég var búinn að undirbúa mig í allan vetur við að gera klár veiðarfæri og betrumbæta bátinn til þess að fara á grásleppu í sumar. Ég er búinn að eyða góðum peningi í þennan undirbúning og ráða með mér mann í sumar. Ég var virkilega bjartsýnn á komandi sumar,“ segir Ástgeir í samtali við Skessuhorn. Hann segist hafa ákveðið að byrja veiðar seinna í ár en undarfarin ár vegna ótíðar og mikillar fiskgengdar á svæðinu. „Meiningin hjá mér var að róa með tvo báta í sumar á grásleppu, en sú von er nú úti,“ segir Ástgeir.

„Við lögðum 17 trossur af þeim 20 sem við máttum róa með. Fyrsti drátturinn var á miðvikudag og var góður afli þann daginn, en svo seinni part fimmtudags kom reiðarslagið þegar sjávartúrvegsráðherra tilkynnti fyrirvaralausa stöðvun grásleppuveiða frá og með miðnætti á sunnudag. Þetta kalla ég hreina og beina mannvonsku og greinilega er jafnræði virt að vettugi,“ segir Ástgeir og bætir við að hann hafi ekki komist á sjó á föstudag vegna brælu og var því nauðugur sá kostur að draga allt inn á laugardaginn. „Þetta er algjört þrælarí að standa í því að taka svona mörg net inn í góðum afla. Við urðum því að fara tvær ferðir með net og afla í land. Og það var hægara sagt en gert. Þessir bátar eru ekki stórir og kallar þetta hættuna heim með bátinn fullan af netum og fiski. Hættan á ofhleðslu bátanna er greinilega ekki eitthvað sem þessi ráðherra hefur áhyggjur af. Þessi gjörningur ráðherrans er því glæpsamlegar hvernig sem á þetta er litið. Það þarf að koma þessum sjávarútvegsráðherra frá hið snarasta því hann er ekki starfi sínu vaxinn,“ segir Ástgeir með þunga

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: