Fréttir

Ákvað að yfirgefa ekki Samfylkinguna

By Miðjan

March 30, 2014

„Þegar Björt framtíð kemur fram, fara þangað margir úr okkar hópi, fólk sem vildi annarskonar vinnubrögð og annarskonar áherslur. Þetta gerist að stærstum hluta á árunum 2011 og 2012. Auðvitað fundum við fyrir því. Við sem ákváðum að vera eftir í Samfylkingunni, við vorum mörg sem hefðum getað hugsað okkur að fara eitthvað, byrja á hreinum grunni og ekki með neina fortíð. En þá kemur að þeirri spurningu, ef þú hefur ekki fortíðargrunninn í verkalýðshreyfingu, í kvennfrelsisbaráttu, umhverfisbaráttu til áratuga, einsog Samfylkingin hefur,“ sagði Árni Páll Árnason, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, þegar hann var spurður um afleiðingar þess, að Björg framtíð varð til, fyrir Samfylkinguna. Og bætti við að ekki sé létt að stofna jafnaðarmannaflokk sem á ekki fortíð í því sem hann taldi upp hér að framan.

„Það var því niðurstaða mín, og ég held margra annarra, að byggja Samfylkinguna upp sem það fjölbreytta afl jafnaðarstefnu sem hún þarf að vera að ekki yrði byggð upp fjöldahreyfing, einsog Samfylkingunni var ætlað að vera, einhversstaðar annarsstaðar. Það er okkar verkefni að vinna áfram í þeirri stöðu,“ sagði Árni Páll Árnason á Sprengisandi í morgun.